Verkefni
Vinafélag Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Vinir Árnastofnunar, verður formlega stofnað síðasta vetrardag, 20. apríl 2016 kl. 14, í Norræna húsinu í tilefni af því að 45 ár eru liðin frá heimkomu handritanna.
Árnastofnun er ein af grunnstoðum íslenskrar menningar og nauðsynlegt að hlúa að einstökum gagnasöfnum hennar og bæta aðgengi almennings að þeim.
Tilgangur félagsins er að styðja við starfsemi stofnunarinnar og halda á lofti margþættu hlutverki hennar.
Félagsmenn telja einnig mikilvægt að helstu menningarverðmæti þjóðarinnar, handritin sem eru á heimslista UNESCO yfir Minni heimsins, séu gerð aðgengileg og sýnileg almenningi.
Félagið er opið öllum þeim sem láta sig starfsemi stofnunarinnar varða.