• Frá stofnfundinum
    Frá stofnfundinum

Vinir Árnastofnunar - stofnfundur

21.4.2016

Vinafélagi Stofnunar Árna Magnússonar var formlega stofnað á opnum fundi í Norræna húsinu síðasta vetrardag, 20. apríl 2016.

Á fundinn mættu um 60 manns en Andri Árnason hæstaréttarlögmaður var fundarstjóri. Fundarmenn samþykktu lög fyrir félagið og fyrstu stjórn þess.

Á stofnfundinum gerði Guðrún Nordal grein fyrir ástandi Flateyjarbókar, en komið er að viðgerð á henni.

Einnig var opnuð ný heimasíða vinafélagsins, sem er gjöf frá Hugsmiðjunni .

Stjórnin hittist svo viku síðar og lagði drög að fyrstu skrefum Vina Árnastofnunar. Stjórnin skipti með sér verkum og ákvað að Sigurður Svavarsson yrði formaður. Aðrir stjórnarmenn eru: Kristján Kristjánsson, Marteinn Breki Helgason, Nanna Rögnvaldardóttir, Sjöfn Kristjánsdóttir, Þórarinn Eldjárn og Þórunn Sigurðardóttir.

Myndir frá stofnfundinum

Fundarstjóri á stofnfundi Vina Árnastofnunar var Andri Árnason hrl. hjá Juris.

Fundarstjóri á stofnfundi Vina Árnastofnunar var Andri Árnason hrl. hjá Juris.

Stofnfundargestir voru margirStofnfundargestir voru margir og hópurinn fjölbreyttur.

Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, segir frá nauðsynlegri endurgerð á Flateyjarbók

Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, segir frá nauðsynlegri endurgerð á Flateyjarbók.

Sigurður Svavarsson sagði nokkur orð um tilurð félagsins og tilgangi þess.

Sigurður Svavarsson sagði nokkur orð um tilurð félagsins og tilgangi þess.

Eva María Jónsdóttir, vef- og kynningarstjóri Árnastofnunar, og verkefnisstjóri, fylgjast með að allt sé samkvæmt bókinni meðan Guðrún Nordal heldur tölu sína.Eva María Jónsdóttir, vef- og kynningarstjóri Árnastofnunar, og Guðrún Laufey Guðmundsdóttir verkefnisstjóri fylgjast með að allt sé samkvæmt bókinni meðan Guðrún Nordal heldur tölu sína.

Stofnfundarfélagar Vina ÁrnastofnunarHluti fundargesta í Norræna húsinu.