Styrktarsjóður Áslaugar Hafliðadóttur styrkir Vini Árnastofnunar

29.6.2021

Styrkir voru veittir á Jónsmessu úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur þann 24. júní sl. Pétur Blöndal fór fyrir hönd stjórnar Vina Árnastofnunar og tók á móti styrk úr hendi Jóns Atla Benediktssonar háskólarektors til að fullgera leik fyrir skjátækjanotendur á öllum aldri úr gagnasöfnum sem Árnastofnun varðveitir.

KRI_aslaugarsjodur_210624_009

Pétur Blöndal tekur á móti styrknum úr hendi rektors. Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson ljósmyndari.