Nýtt fólk í stjórn vinafélags Árnastofnunar
Aðalfundur vinafélags Árnastofnunar fór fram í Norræna húsinu síðla árs 2017. Þar gaf formaður félagsins Sigurður Svavarsson áheyrendum skýrslu um störf stjórnarinnar frá stofnun félagsins á vordögum 2016.
Helst bar til tíðinda að nýtt fólk var kosið í stjórn í stað þeirra Nönnu Rögnvaldardóttur og Þórunnar Sigurðardóttur sem er þakkað fyrir sitt framlag til vinafélagsins.
Stjórn vinafélagsins skipa: Þórarinn Eldjárn, Pétur Blöndal, Kristján Kristjánsson, Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, Sigurður Svavarsson formaður, Sjöfn Kristjánsdóttir, Marteinn Breki Helgason.
Pétur Blöndal framkvæmdastjóri og Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir prestur tóku sæti í stjórninni. Sigurður Svavarsson er sem fyrr formaður.
Ný stjórn hefur hist einu sinni á fundi og mun láta til sín taka á nýju ári. Hægt er að gerast félagi á heimasíðu félagsins, hér á síðunni.