Aðalfundur vinafélags Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Aðalfundur vinafélags Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
verður haldinn í Safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg miðvikudaginn
24. apríl 2019 klukkan 17:00. Fundinn ber upp á síðasta vetrardag en þá
eru liðin þrjú ár frá því að félagið var stofnað og 48 ár frá heimkomu
handritanna.
Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf. Fundarstjóri er Andri Árnason lögmaður.
Að þeim loknum verður fræðandi og hvetjandi dagskrá í boði:
- Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, fjallar um stöðuna í Verkáætlun um máltækni 2018-2022.
- Anna Björk Nikulásdóttir, rannsóknarmaður við Háskólann í Reykjavík, segir frá gervigreind og máltækni.
- Veittar
verða veglegar viðurkenningar til framhaldsnema í íslensku sem hafa
sýnt eftirtektarverðan árangur í námi við Háskóla Íslands. Verður það í fyrsta sinn sem vinafélagið veitir viðurkenningar í því skyni að hvetja íslenskunema til dáða á fræðasviðinu.
Hægt er að skrá sig í félagið hér á vefsíðunni. Allir eru velkomnir í félagið.
Stjórnin.