Aðafundur Vina Árnastofnunar

29.6.2021

Aðalfundur Vina Árnastofnunar

haldinn mánudaginn 31. maí 2021 í Safnaðarheimili Neskirkju

Mætt eru:

Guðrún Nordal forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og stjórnarmennirnir Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, Sjöfn Kristjánsdóttir, Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, Marteinn Breki Helgason og Kristján Kristjánsson. Stjórnarmennirnir Þórarinn Eldjárn og Pétur Blöndal boðuðu forföll. Að auki sóttu fundinn þrír óbreyttir félagsmann.

Stjorn-VA

Nýkjörin stjórn Vina Árnastofnunar. Á myndina vantar Þórarin Eldjárn.

Kristján Kristjánsson formaður stjórnar setur fundinn og býður fundarmenn velkomna.

Er þá gengið til dagskrár samkvæmt lögum félagsins:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara:
    – Andri Árnason lögmaður er kjörinn fundarstjóri og Evu M. Jónsdóttur, verkefnastjóra Árnastofnunar, er falið að rita fundargerð.
    – Fundarstjóri vísar til boðunar til fundarins og lýsir hann lögmætan sem aðalfund Vina Árnastofnunar.
  2. Starfsemi félagsins á síðastliðnu ári kynnt. Formaður stjórnar, Kristján Kristjánsson, fer yfir starfsemina frá síðasta aðalfundi 2019 og gerir grein fyrir helstu viðfangsefnum, en aðalfundur féll niður árið 2020 vegna sóttvarnatakmarkana.
    Formaður kallar jafnframt eftir hugmyndum að verkefnum sem Vinafélagið getur sinnt í framtíðinni.
  3. Ársreikningurinn lagður fram til samþykktar.
  4. Engar tillögur um lagabreytingar eða innheimtu félagsgjalda liggja fyrir.
  5. Núverandi stjórn gefur öll kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og er hún sjálfkjörin.
  6. Önnur mál: Guðrún Nordal kveður sér hljóðs og færir félaginu þakkir sínar.

Fundarstjóri slítur fundi.