Fréttir
Aðalfundi vinafélags Árnastofnunar frestað
Aðalfundur Vinafélags Árnastofnunar verður haldinn í Safnaðarheimili Neskirkju fimmtudaginn 19. nóvember 2020 kl. 17.
Lesa meiraStjórn Vinafélags Árnastofnunar
Stjórn vinafélagsins er nú svo skipuð: Kristján Kristjánsson, Þórarinn Eldjárn, Sjöfn Kristjánsdóttir, Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, Pétur Blöndal, Marteinn Breki Helgason, Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir (kosin ný inn á aðalfundi 2019).
Veglegar viðurkenningar veittar afburðanemendum í íslenskunámi á aðalfundi Vinafélags Árnastofnunar
Vinafélag Árnastofnunar mun á aðalfundi sínum, sem haldinn verður á morgun 24. apríl, síðasta vetrardag, veita tveimur afburðanemendum í íslenskum fræðum viðurkenningu fyrir árangur í námi. Með þessum viðurkenningum vill félagið undirstrika mikilvægi þess að nám í íslenskum fræðum sé í senn mikils- og eftirsóknarvert og rannsóknir á háskólastigi á íslenskum bókmenntum og málfræði séu og verði áfram nauðsynlegar undirstöður íslenskrar menningar.
Lesa meiraAðalfundur vinafélags Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Aðalfundur vinafélags Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum verður haldinn í Safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg miðvikudaginn 24. apríl 2019 klukkan 17:00. Fundinn ber upp á síðasta vetrardag en þá eru liðin þrjú ár frá því að félagið var stofnað og 48 ár frá heimkomu handritanna.
Lesa meira