Fréttir

Stjórn Vinafélags Árnastofnunar - 3.5.2019

Stjórn vinafélagsins er nú svo skipuð: Kristján Kristjánsson, Þórarinn Eldjárn, Sjöfn Kristjánsdóttir, Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, Pétur Blöndal, Marteinn Breki Helgason, Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir (kosin ný inn á aðalfundi 2019).

Veglegar viðurkenningar veittar afburðanemendum í íslenskunámi á aðalfundi Vinafélags Árnastofnunar - 24.4.2019

Vinafélag Árnastofnunar mun á aðalfundi sínum, sem haldinn verður á morgun 24. apríl, síðasta vetrardag, veita tveimur afburðanemendum í íslenskum fræðum viðurkenningu fyrir árangur í námi. Með þessum viðurkenningum vill félagið undirstrika mikilvægi þess að nám í íslenskum fræðum sé í senn mikils- og eftirsóknarvert og rannsóknir á háskólastigi á íslenskum bókmenntum og málfræði séu og verði áfram nauðsynlegar undirstöður íslenskrar menningar.

Lesa meira

Aðalfundur vinafélags Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum - 23.4.2019

Aðalfundur vinafélags Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum verður haldinn í Safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg miðvikudaginn 24. apríl 2019 klukkan 17:00. Fundinn ber upp á síðasta vetrardag en þá eru liðin þrjú ár frá því að félagið var stofnað og 48 ár frá heimkomu handritanna.

Lesa meira

Sigurður Svavarsson, minningarorð - 8.11.2018

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum kveður Sigurð Svavarsson útgefanda með miklum söknuði, traustan velgjörðarmann og kæran vin. Hann sýndi verkefnum stofnunarinnar sannan áhuga, hringdi þegar honum fannst vel til takast og hvatti þegar mikið lá við.

Lesa meira