Fréttir

Aðalfundi vinafélags Árnastofnunar frestað

Aðalfundur Vinafélags Árnastofnunar verður haldinn í Safnaðarheimili Neskirkju fimmtudaginn 19. nóvember 2020 kl. 17.

Lesa meira

Stjórn Vinafélags Árnastofnunar

Stjórn vinafélagsins er nú svo skipuð: Kristján Kristjánsson, Þórarinn Eldjárn, Sjöfn Kristjánsdóttir, Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, Pétur Blöndal, Marteinn Breki Helgason, Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir (kosin ný inn á aðalfundi 2019).


Vær saa god, Flatöbogen

Flateyjarbók

Árnastofnun

„Vær saa god, Flatöbogen,“ var fyrirsögn á forsíðu íslensks dagblaðs fyrir 45 árum. Þann 21. apríl 1971 kom danska skipið Vædderen með tvö fyrstu handritin til Íslands eftir áralangar samningaviðræður á milli danskra og íslenskra stjórnvalda. Það voru Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða.