Fréttir

Veglegar viðurkenningar veittar afburðanemendum í íslenskunámi á aðalfundi Vinafélags Árnastofnunar

Vinafélag Árnastofnunar mun á aðalfundi sínum, sem haldinn verður á morgun 24. apríl, síðasta vetrardag, veita tveimur afburðanemendum í íslenskum fræðum viðurkenningu fyrir árangur í námi. Með þessum viðurkenningum vill félagið undirstrika mikilvægi þess að nám í íslenskum fræðum sé í senn mikils- og eftirsóknarvert og rannsóknir á háskólastigi á íslenskum bókmenntum og málfræði séu og verði áfram nauðsynlegar undirstöður íslenskrar menningar.

Lesa meira

Aðalfundur vinafélags Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Aðalfundur vinafélags Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum verður haldinn í Safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg miðvikudaginn 24. apríl 2019 klukkan 17:00. Fundinn ber upp á síðasta vetrardag en þá eru liðin þrjú ár frá því að félagið var stofnað og 48 ár frá heimkomu handritanna.

Lesa meira

Vær saa god, Flatöbogen

Flateyjarbók

Árnastofnun

„Vær saa god, Flatöbogen,“ var fyrirsögn á forsíðu íslensks dagblaðs fyrir 45 árum. Þann 21. apríl 1971 kom danska skipið Vædderen með tvö fyrstu handritin til Íslands eftir áralangar samningaviðræður á milli danskra og íslenskra stjórnvalda. Það voru Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða.