Fréttir

Aðalfundur Vinafélags Árnastofnunar

Síðasta vetrardag 24. apríl verður aðalfundur Vinafélags Árnastofnunar haldinn í safnaðarheimili Neskirkju. Þann dag eru þrjú ár frá stofnun félagsins. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundastörf. Nánari upplýsingar verða birtar síðar.

Lesa meira

Sigurður Svavarsson, minningarorð

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum kveður Sigurð Svavarsson útgefanda með miklum söknuði, traustan velgjörðarmann og kæran vin. Hann sýndi verkefnum stofnunarinnar sannan áhuga, hringdi þegar honum fannst vel til takast og hvatti þegar mikið lá við.

Lesa meira

Vær saa god, Flatöbogen

Flateyjarbók

Árnastofnun

„Vær saa god, Flatöbogen,“ var fyrirsögn á forsíðu íslensks dagblaðs fyrir 45 árum. Þann 21. apríl 1971 kom danska skipið Vædderen með tvö fyrstu handritin til Íslands eftir áralangar samningaviðræður á milli danskra og íslenskra stjórnvalda. Það voru Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða.